Ummæli viðskiptavina

„Ísfugl ehf. hefur keypt vinnu af Grafika auglýsingastofu Guðrúnar Önnu í nokkur ár. Að okkar mati veitir fyrirtækið faglega þjónustu á sanngjörnu verði, það hefur komið með snjallar hugmyndir og tímaáætlanir standast alltaf. Samskipti við stofuna hafa verið lipur og þægileg og við erum ánægð!“

Helga L. Hólm - Framkvæmdastjóri Ísfugls ehf.


„ Ég er mjög mjög ánægður með Grafika auglýsingastofu Guðrúnar Önnu. Verkefnin sem stofan hefur unnið fyrir okkur hafa öll skilað góðum árangri. Stofan hefur ávallt skilað mér vandaðri hönnun og fagmannlegri vinnu og hjá þeim standast verð og tímasetningar. Þau hafa þægilega framkomu og sýna sanngirni í viðskiptum.“

Ævar Guðmundsson - Framkvæmdastjóri Freyju ehf.

index